Hitti Brittu og Preeti í gærkvöldi, við elduðum auðvitað saman....fengum framandi indverskan kvöldmat og svo eftirrétt ala Britta. Smakkaðist allt mjög vel. Fyndið samt hvað Indverjarnir og fólkið frá Nepal, Bangladesh og löndunum þar í kring virðast ekki nota hnífapör þegar þau borða. Allt er borðað með höndunum....okkur Brittu finnst svolítið erfitt að venjast því þar sem okkur finnst nú að maður eigi ekki að vera með puttana í matnum...nema þá kannski þegar maður fær sér djúsí kjúklingavængi og eitthvað svoleiðis sem er ekki hægt að borða með hníf og gafli...en við erum allar að koma til og verða betri í að beita puttunum í matinn!!!
***
Við spiluðum svo Lúdó og vá hvað það var gaman...hahaha...spilið tók heila tvo tíma enda vorum við endalaust að senda hvort annað heim þannig að leikurinn gekk frekar hægt fyrir sig...
Ég kom svo heim rétt fyrir miðnætti að leka niður af þreytu...fór beint upp í rúm og sofnaði mjög fljótlega eftir að hafa spjallað aðeins við hann Atla minn á MSN.
***
Það var svo vaknað í morgun til að halda áfram með riterðina...
2 comments:
Lúdó?? Langt síðan maður hefur spilað það. Það er ekkert partý o.co (killer o.co) í glasgow??
kv.
Hildur Ýr
Hahahahahaha...ó mæ god...Killer og kó...man maður eftir því :) En nei, við verðum bara að skemmta okkur yfir barnaspilunum hérna...það er það eina sem allir frá mismunandi löndum kunna ;)
Post a Comment