Friday, 27 March 2009

One more down...

Jább...þá er ég búin að skila Branding riterðinni minni...svo var líka síðasti tíminn í dag í "Competing with and within China"...nú er bara 80% verkefni eftir í þeim kúrs.
Seinnipartinn í dag fórum við bekkurinn svo í fyrirtækjaheimsókn í Clyde Blowers...fyrirtæki sem er heldur betur að gera það gott í pipes, blowers, pumps, chemical logistics og alls konar engineer hlutum og vélum. Mjög áhugavert...sérstaklega framkvæmdarstjórinn sem við hittum. Hann lýsti því fyrir okkur hvernig síðasta vika var fyrir honum...vá maðurinn er busy...á einni vikur fór hann til Kína, svo til USA, hollands og Bretlands...maðurinn er gjörsamlega alltaf á ferðalögum og þar af leiðandi alltaf í vinnunni...enda var hann ekki með giftingahring!!! En sem sagt mjög áhugaverð kynning...aldrei að vita nema maður sæki bara um þarna i logistics deildinni :)
***
Annars fórum við 5 stelpur saman áðan á Pizza Hut og fengum okkur að borða....og spjalla verkefnin og lokaritgerðina sem er framundan...Verður nóg að gera...
***
Ég byrjaði svo í gær að læra undir kínverskuprófið sem verður á fimmtudaginn í næstu viku, 2.apríl...jámm...þetta verður lokaprófið í kínverskunni...held maður verði að taka það með trompi...ég á nú alveg pottþétt eftir að ég nái prófinu enda ein af fáum í bekknum sem hef mætt í alla tímana :) En langar svolítið að reyna að fá distinction...það er að segja háa einkunn...en það verður bara að koma í ljós...maður veit aldrei hvað kennarinn fer fram á að maður kunni mikið...
En ég verð að segja að það verður æðislegt þegar þetta próf er búið....þá get ég einbeitt mér að öllum verkefnunum sem ég þarf að skila í lok apríl :)
***
Byrja svo á mánudaginn í nýjum kúrs...Research methodology...vona að það verði ekki of flókið en kennarinn er mjög kröfuharður...en þetta mun pottþétt hjálpa mér við að vinna úr gögnunum fyrir mastersritgerðina.

No comments: