***Til hamingju með afmælið Atli minn***
Spjallaði einmitt við Atla á Skype í hádeginu á meðan hann opanði afmælispakkann sinn sem var frá mér, Tjarnarmýrarfólkinu og Smyrlahraunsfólkinu og svo skvísunum mínum :) Það var endalust gaman að fylgjast með þegar hann opnaði pakkann. Við gáfum honum námskeið hjá California Superbike School sem er eflaust einn virtasti mótorhjólaskóli í heimi. Æðislegt að sjá hvað hann var ánægður með þetta. Skólinn/námskeiðið er 12.maí og þá munum við fara saman á Brands Hatch brautina rétt fyrir utan London...þetta verður nú meira ævintýrið :)
***
Annars er skólinn alveg að kaffæra mér þessa dagana...endalaust verkefni og styttist í lokaprófið í kínverskunni 2.apríl...nú er bara að spíta í lófana :) Hef færsluna ekki lengri að sinni...þarf að koma mér í rigerðarvinnu :)
No comments:
Post a Comment