Sunday, 8 March 2009

Fridays og Wagamama

Á föstudagskvöldið fórum við Atli á TGI Fridays og fengum okkur að borða kvöldmat. Rosalega gott, kjúklingabitar í forrrétt og klassískur burger í aðalrétt og auðvitað einn kaldur með :) Eyddum kvöldinu yfir ýmsum þáttum og höfðum það kósí.
***
Í gær sváfum við út og hittum svo Brittu og Moritz í hádeginu á Cafe Nero þar sem ég fékk mér Cafe Latte og bláberjamuffins :) Við fjögur tókum svo lestina á Vísindasafnið í Glasgow...og eyddum 2 tímum þar. Virkilega skemmtilegt safn...alveg á hreinu að allt fullorðna fólkið breyttist í börn þarna aftur ;) Um fjögurleytið var lestin svo tekin aftur inn í miðbæ Glasgow þar sem við enduðum á því að fá okkur þriggja rétta máltíð á WagaMama, alveg frábær japanskur veitingastaður. Kvöldinu var svo eytt í leti og afslöppun, nammiát og aðra óhollustu á meðan við horfðum á nokkra þætti af Supersize vs Superskinny...breksir þættir um hollt líferni!!!
***
Í dag var svo aftur sofið út....það er heldur betur búinn að vera lúxus á okkur þessa helgina :) Eins gott að njóta sunnudagsins því á mánudaginn fer ég á fullt í ritgerðarvinnu...

No comments: