Friday, 13 March 2009

Eldamennska

Jæja, hérna er mynd af ljúffenga bananabrauðinu sem við Atli bökuðum síðustu helgi. Það var rosalega gott....reyndar gátum við ekki farið nákvæmlega eftir uppskriftinni þar sem við fundum t.d. ekki spelthveiti eða púðursykur hérna í glasgow...en það var bara notast við hvítt hveiti og sykur í staðinn...bragðaðist allavega mjög vel....heitt brauð með smjöri og ískaldri mjólk...mmm :)
***
Annars hittumst við Britta í gærkvöldi og elduðum okkur lax í einhvers konar tómata og lauksósu með hrísgrjónum. Var rosalega gott...ótrúlega auðvelt að gera þetta...ég ætti að taka Brittu mér til fyrirmyndar í eldhúsinu :)
***
Af skólamálum er allt gott að frétta...vinn sveitt þessa dagana við ritgerðina...og það gengur bara glimrandi vel :) á mánudaginn byrjar svo nýtt valfag í skólanum "Managing International Relationships". Verður spennandi að sjá hvernig það verður...

2 comments:

Anonymous said...

ó mæ, girnilegt bananabrauð! Vá hvað ég væri til í ylvolgt bananabrauð með MIKLU smjöri og ískaldri mjólk. NAMM

Sæunn said...

Það kemur að því ;)