Wednesday, 25 March 2009

Náttúruskoðun og ganga

Síðasta sunnudag fórum við nokkur úr bekknum í smá ferðalag. Tókum lestina í klukkutíma til Lanark að skoða "the Historical site" og náttúruna í kring. Þetta er rosalega fallegur staðar og við löbbuðum upp með ánni, yfir hæðir og hóla og í kringum allt svæðið þarna...eftir nokkra klukkustunda göngu vorum við búin að labba ca. 10 mílur. Sáum fullt af fuglum t.d. fálka sem ég tók auðvitað myndir af :) Tókum svo lestina heim um sex leytið og enduðum daginn á því að fá okkur pizzu á Pizza Hut og spjalla um ferð dagsins. Hérna eru nokkrar myndir:

No comments: