Thursday, 19 March 2009

Ég er endalaust stolt af sjálfri mér núna...

Ég bara fæ ekki nóg....veit eiginlega ekki hvernig ég á eiginlega að fá almennilega útrás fyrir fréttum dagsins :) Ég fékk einkunnirnar úr janúarprófunum og viti menn...haldiði að Sæunn hafi ekki bara tekið þetta með trompi og verið hæst í bekknum :) Jú jú mikið rétt...ég var svo ánægð að ég missti mig næstum í skólanum í dag....ótrúlega gaman að fá svona viðurkenningu. Fékk sem sagt "Distinction". Ég verð nú að viðurkenna að það var svolítið gaman að sjá svipinn á krökkunum í bekknum sem telja sig alltaf vita allt best og mest og troða alltaf sínum skoðunum fram í verkefnavinnu :) mér tókst heldur betur að sýna fram á að fólkið sem talar mest hefur ekki alltaf rétt fyrir sér ;) Allavega, ég er alveg í skýjunum yfir þessu...verð auðvitað að deila hamingjunni með ykkur :)
***
Á morgun er hópurinn minn svo með kynningu á EU og NAFTA í valfaginu sem við erum búin að vera í alla vikuna. Hópavinnan hefur bara gengið mjög vel þannig að ég býst ekki við öðru en þetta eigi eftir að ganga vel upp á morgun. Eftir kynningarnar verður svo pottþétt farið á Cafe Nero og fengið sér Cafe Latte og bláberjamuffins til að verðlauna sig aðeins :)

4 comments:

Anonymous said...

TIL HAMINGJU :)

Auðvitað ertu að brillera í skólanum. Átti ekki von á öðru frá þér ! Njóttu nú þess að fá þér latte og bláberja muffu :-)
Það er nú greinilegt að þú þarft á Atla að halda svo að matarvenjurnar séu í lagi. Farðu nú ekki að taka upp mína ósiði he he :)

Hjördís

Sæunn said...

Hahaha...takk snúllan mín, knús á þig :)

Anonymous said...

Innilega til hamingju með áfangann Sæunn mín! Mér finnst þetta ekkert smá geggjað! Átt það skilið að verðlauna þig með möffins.

Ég væri alveg til í eina múffu og kókómjólk núna hehe!

Hlakka til að sjá þig 19 júní love ;)

Anonymous said...

Elsku sætan mín!!! Til hamingju með þetta brillinn minn :D Þetta kemur manni ekki á óvart en sjitt hvað ég er stolt af þér, litli Íslendingurinn bara að taka liðið í rassg.....!! hehehe en við fylgjumst með og erum ótrúlega montin af þér elsku Sæa mín, kossar og knús! :*
Elva og famelían :)