Flestir í bekknum mínum hittust í gærkvöldi heima hjá Corinne bekkjarsystur minni sem er einmitt skosk. Boðið upp á ýmsar veitingar og drykki. Gaman að hitta aðeins allan hópinn utan skóla...verður að viðurkennast að við erum ekki nógu dugleg að því. Ég var samt eitthvað svo ótrúlega þreytt að ég fór heim um hálf 11 og fór fljótlega að lúlla mér...
***
Er búin að vera með þvílíkan verk í hnakkanum/hálsinum í viku...byrjaði síðasta sunnudag og þetta virðist ekkert ætla að fara. Skil ekkert í þessu...þetta hlýtur nú að fara að verða búið...mig grunar að ég hefi tekið eitthvað vitlaust á í ræktinni...spurning hvað er eðlilegt að þetta sé lengi að jafna sig...
***
Annars gengur ritgerðin bara fínt...næ nú reyndar ekki að klára hana í dag eins og ég hafði hugsað mér...en ég hef ennþá tvær vikur til stefnu þannig að þetta er allt í góðu. Ætla samt klárlega að klára hana í vikunni :)
***
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að vera úber dugleg á morgun og fara í ræktina áður en skólinn byrjar kl. 09:30. Það er nú ekki eins og skólinn sé að byrja snemma...en það er bara alltaf svo hryllilega gott að sofa aaaaaðeins lengur á morgnana ;) Sjáum til hvað gerist...hvort ég komi mér á fætur um 7 í fyrramálið ;)
No comments:
Post a Comment