Já, ég fór upp á leiguskrifstofu í gær og skrifaði undir endurnýjun á leigusamningnum...sem þýðir að ég er búin að vera í Glasgow í 6 mánuði!!! Vá, hálft ár liðið...alveg ótrúlega fljótt að líða (nema þegar ég er einmana...hahaha). En ég skrifaði sem sagt undir samning fyrir næstu sex mánuði þannig að ég skil af mér íbúðinni og kem líklega heim til Íslands í september en þá verð ég loksins búin að klára mastersritgerðina mína :) Ég var mikið að velta því fyrir mér að fara í minni íbúð enda er ég ein hérna úti í stórri tveggja herbergja íbúð og borga frekar háa leigu. Hafði hugsað mér að fara í eins herberjaríbúð, jafnvel studio...en svo er bara svo mikið ferli og vinna sem felst í því að skipta um íbúð að ég gafst upp á leitinni og framlengdi núverandi samning. Þannig að fyrir ykkur sem voruð að spá í að kíkja í heimsókn til mín þá er ég ennþá með auka herbergi með hjónarúmi í...svo endilega kíkið í heimsókn ;)
***
Ritgerðin sem ég er að vinna í núna, Internal Branding, gengur bara nokkuð vel. Öll heimildavinna búin og ég byrjuð að skrifa á fullu...hef ekki fengið ritstíflu ennþá...vona að framlegðin verði áfram svona góð...þá næ ég kannski að klára riterðina á sunnudaginn....12 dögum fyrir skiladag...ekki væri það nú leiðinlegt. En þar sem ég verð mjög upptekin í skólanum í næstu og þarnæstu viku ætla ég að reyna að klára sem mest af ritgerðinni í þessari viku :)
No comments:
Post a Comment