Búin að vera algjör veðurblíða í Glasgow í dag, sól fram eftir hádegi og logn. Verst maður var fastur inn í fyrirlestrum allan daginn...en þetta lyftir manni samt upp :)
***
Það er dúfa búin að koma sér vel fyrir á gluggakarminum hjá mér núna og er að "kurra" fyrir mig...minnir mig bara á Dúsí...knúsí knúsí :)
***
Annars er ég að undirbúa fyrirlestur fyrir föstudaginn. Hópurinn minn verður með kynningu á "Economic Regioanl Integration"....en það t.d. EU, ASEAN og NAFTA....maður lærir allavega betur um hvað þessi batterí öll snúast. Kennarinn tók einmitt "skemmtilegt" dæmi um IMF í dag og notaði Ísland auðvitað sem dæmi...fékk mig svo til að reyna að útskýra hvernig íslenska þjóðin lítur á þetta ástand allt saman...get ekki annað sagt en þetta hafi verið áhugavert!
***
Vanalega versla ég í Aldi sem er matvöruverslun á næsta horni og er mjög ódýr (svona eins og Bónus)...en maður fær stundum nóg af því að kaupa alltaf sama í matinn þannig að stundum tek ég göngutúr í Sainsbury´s og verlsa mér eitthvað girnilegt(svona eins og Hagkaup). Fór einmitt áðan og keypti mér ferskan lax sem ég ætla að grilla í kvöld í ofninum með Teri-Yaki sósu, hrísgrjónum og salati...mmmm....þetta verður auðvitað aldrei eins gott og heima í Mýrinni...en ég ætla samt að reyna...er komin með frekar mikið ógeð af kjúlla... :)
2 comments:
Bið að heilsa dúfunni dúfan mín :)
Gott hjá þér að elda þér svona gourmet mat! Eg hef gert heiðarlega tilraun að elda lax en ég læt kjúllan duga ennþá. Verð örugglega komin með upp í kok eftir 23 daga hehe...
Love you, gangi þér vel með fyrirlesturinn.
Takk takk músa :)
Post a Comment