Friday, 6 March 2009

Í skýjunum yfir kynningu dagsins

Vorum að kynna hópverkefni í skólanum í dag og það gekk líka svona ljómandi vel. Kennarinn þvílíkt ánægður með okkur og ég mundi allt sem ég átti að segja :) Þetta er svona hálfpartinn Energy-búst að ganga svona vel með verkefni, maður kemst í svo góðan fíling....og ekki verra að það skuli vera föstudagur :) Kennarinn tók allar kynningarnar upp á video og hann ætlar að setja öll video-in á internetið....það væri nú gaman að geta sýnt ykkur myndbandið af kynningunni hérna á blogginu mínu...þá gefur það ykkur hygmynd um hvað við vorum að bralla :)
***
Komin helgi...ljúfa líf...ég er búin að ákveða að leyfa sjálfri mér að vera frekar slök í lærdómi þessa helgi því síðasta vika er búin að vera mjög erfið með mikið af verkefnum. Á mánudaginn ætla ég svo að fara út á bókasafn og halda áfram með Internal Branding ritgerðina mína sem ég á að skila í lok mars ;) Stefni á að klára ritgerðina eftir 8 daga eða svo...áður en næsta valfag byrjar á fullu!
***
Atlimann er dýrkaður í skólanum fyrir að hafa bakað bestu skúffuköku sem krakkarnir í bekknum höfðu smakkað...nokkrir hafa nú þegar beðið um uppskriftina og ætla að prófa að baka um helgina :) Snilld...
***
Á morgun ætlum við Atli, Britta og Moritz (kærastinn hennar) að kíkja á Vísindasafnið hérna í Glasgow og gera eitthvað sniðugt í framhaldinu, fá okkur eitthvað gott að borða og svona. Vona að það verði ekki rigning á morgun eins og er búin að vera síðustu daga...
***
Jæja, ég ætla að setja lappirnar upp á borð og koma mér vel fyrir og vafra aðeins um internetheima áður en við Atli kíkjum eitthvað út að snæða kvöldmat.
***
Miss you all, knús knús :)

No comments: